Sara Sigmundsdóttir deilir efsta sætinu með Tiu-Clair Toomey eftir fyrstu tvær æfingarnar á Wodapalooza í Miami.

Um er að ræða stórt alþjóðlegt CrossFit mót þar sem margar af stærstu stjörnum heimsins eru mættar til að keppa.

Sara byrjaði keppnina vel því hún kom fyrst í mark í Luce-þrautinni sem var hönnuð af bandaríska hernum. Æfinguna má sjá hér fyrir neðan.

Í næstu þraut, Miami Heat sem heitir eftir körfuboltaliði borgarinnar, kom Njarðvíkingurinn í þriðja sæti í mark.

Hin ástralska Tia-Clair Toomey sem hefur unnið titilinn hraustasta kona heims á heimsleikunum í CrossFit undanfarin þrjú ár er með jafn mörg stig og Sara eftir að hafa unnið seinni þraut gærdagsins og lent í þriðja sæti í fyrri þrautinni.

Keppnin heldur áfram í kvöld.