Sara Björk Gunnarsdóttir bar sigur úr býtum í kosningu um besta miðvallarleikmann Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð sem fram hefur farið á twitter-síðu keppninnar síðustu dagana.

Sara Björk hóf keppnina með Wolfsburg og komst í 16 liða úrslit með liðinu. Sara skipti svo yfir í herbúðir franska stórliðsins Lyon þar sem hún kom inná sem varamaður í átta liða úrslitum og undanúrslitum.

Þá skoraði hún eitt marka Lyon þegar liðið lagði Wolfsburg að velli, 3-1, í úrslitaleik keppninnar.

Landsliðsfyrirliðinn hafði betur gegn fyrrverandi liðsfélaga sínum hjá Wolfsburg, Alexöndru Popp, og núverandi samherja sínum sínum í Lyon, Dzsenifer Marozsán. Sara Björk fékk tæplega 50% atkvæða í kosningunni.

Annað kvöld verða Sara í lykilhlutverki þegar íslenska landsliðið fær Svíþjóð í heimsókn á Laugardalsvöllinn í undankeppni EM 2022. Um er að ræða toppslag liðanna sem hafa hvort um sig fullt hús stiga eftir fjóra leiki og sitja í efstu sætum riðils síns.