Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Lyon og íslenska kvennalandsliðsins, var tolleruð í leikslok af liðsfélögum sínum eftir 4-0 sigur á Issy í kvöld sem var síðasti leikur Söru fyrir franska félagið.

Hér fyrir neðan má sjá myndband þegar Sara, Emelyne Laurent og Kadeisha Buchanan voru tolleraðar af liðsfélögum sínum en þær voru að leika síðasta leik sinn fyrir félagið.

Sara gaf það út á dögunum að hún væri á förum frá franska félaginu í sumar þegar samningur hennar rennur sitt skeið.

Hún varð á dögunum EVrópumeistari í annað sinn og fylgdi því eftir með fyrsta franska meistaratitli sínum.

Sara sneri aftur inn á völlinn á dögunum eftir að hafa eignast fyrsta barn sitt í nóvember.