Lyon lagði Guingamp að velli, 4-0, sjöttu umferð frönsku efstu deildarinnar í knattspyrnu kvenna í kvöld.

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði þriðja mark Lyon í leiknum.

Landsliðsfyrirliðinn sem hefur misst af síðustu þremur leikjum Lyon vegna meiðsla kom inná sem varamaður eftir rúmlega klukkutíma leik.

Um það bil tíu mínutum síðar var hún búin að setja mark sitt á leikinn. Lyon er með fullt hús atiga og hefur fimm stiga forskot á PSG á toppi deildarinnar.