Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður franska stórliðsins Lyon og fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er einn 20 leikmanna sem koma til greina sem besti leikmaður Evrópu á árinu sem er að líða.

Það er mbl.is sem greinir frá þessu.

Sara Björk varð þýskur meistari og bikarmeistari með Wolfsburg og færði sig svo til Lyon undir lok síðasta keppnistímabils þar sem hún varð franskur bikarmeistari og vann Meistaradeild Evrópu.

Þessi þrítugi miðvallarleikmaður bætti svo landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur þegar hún spilaði sinn 134. landsleik í leik Íslands gegn Svíþjóð á dögunum.

Átta leikmenn Lyon geta hreppt hnossið en þeir 20 leikmenn sem verða með í kosningu sérfræðinga blaðsins má sjá hér að neðan:

Amel Maj­ri (Lyon)
Delp­hine Cascar­ino (Lyon)
Dz­seni­fer Mar­ozsán (Lyon)
Eu­genie Le Somm­er (Lyon)
Lucy Bronze (Lyon/Manchester City)
Sara Björk Gunn­ars­dott­ir (Lyon)
Sarah Bou­haddi (Lyon)
Wendie Ren­ard (Lyon)
Al­ex­andra Popp (Wolfs­burg)
Ewa Pajor (Wolfs­burg)
Pernille Har­der (Wolfs­burg/Chelsea)
Bet­hany Eng­land (Chel­sea)
Guro Reiten (Chel­sea)
Ji So-yun (Chel­sea)
Debinha (North Carol­ina Coura­ge)
Denise O’Sulli­v­an (North Carol­ina Coura­ge/​Bright­on)
Christia­ne Endler (Par­is Saint-Germain)
Marie-Antoinette Katoto (Par­is Saint-Germain)
Vi­vi­anne Miedema (Arsenal)
Al­ex­ia Pu­tellas (Barcelona)