Wolfs­burg liðið sem Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir fyirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu leikur með mætir Glasgow City í átta liða úr­slit­um Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í knatt­spyrnu kvenna en dregið var í hádeginu í dag.

Einnig var dregið í undanúrslit keppninnar við sama tilefni en Wolfs­burg eða Glasgow City spilar annað hvort við spænsku liðin Atlético Madrid eða Barcelona.

Lyon sem er ríkjandi meistari í keppninni leikur við Bayern München og PSG sem lagði Breiðablik að velli í 16 liða úrslitum keppninnar etur kappi við Arsenal.

Leikirnir í átta liða úrslitunum fara fram um mánaðamótin mars og apríl og undanúr­slit­in svo í lok apríl og byrj­un maí. Úrslitaleikurinn verður svo háður í Vínarborg 24. maí.

Viðureignir átta liða úrsltanna eru eftirfarandi:

Wolfsburg - Glasgow City
Lyon - Bayern München
Atlético Madrid - Barcelona
Arsenal - PSG