Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er gengin til liðs við franska stórliðið Lyon en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu félagsins í dag. Sara Björk kemur til Lyon frá þýska liðinu Wolfsurg þar sem hún varð þrefaldur Þýskalandsmeistari og þrefaldur bikarmeistari á þeim fjórum árum sem hún spilaði þar.

Sara Björk sem er 29 ára göm­ul skrif­ar und­ir tveggja ára samn­ing við franska félagið og gild­ir samingur hennar til sum­ars­ins 2022.

Auk Wolfsburg hefur Sara Björk leikið með sænska liðinu Rosengård í Svíþjóð frá 2011 til 2016 en þar varð hún fjór­um sinn­um Svíþjóðar­meist­ari og einu sinni bikar­meist­ari. Hér heima ólst Sara Björk upp hjá Haukum og lék einnig með Breiðabliki.

Landsliðfsyrirliðinnn er að fara í herbúðir sterkasta félagslið heims í kvennaflokki en Lyon hef­ur orðið franskur meistari 14 ár í röð. Þá hefur Lyon fara með sigur af hólmi í Meistaradeild Evrópu síðustu fjög­ur árin og sex sinnum alls. Lyon er sigursælasta liðið í sögu keppninnar.

Sara Björk hefur leikið 131 A-lands­leiki en hún hefur skorað 20 mörk í þeim leikjum. Hún var gerð að fyrirliða íslenska liðsins árið 2017.