Sara Björk Gunnarsdóttir var í kvöld valin íþróttamaður ársins í annað sinn, nákvæmlega tveimur árum eftir að hún var valin í fyrra skiptið.

Hafnfirðingurinn átti magnað ár með Lyon og íslenska landsliðinu en hún varð Evrópumeistari með félagsliðinu og leiddi lið Íslands á EM.

Það skilaði Söru Björk fullu húsi stiga í kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins í kvöld. Allir þrjátíu meðlimir samtakanna settu Söru í fyrsta sætið.

Þetta er í áttunda sinn sem kona er kjörin íþróttamaður ársins og fjórða skiptið á síðustu tíu árum.

Sara komst í sérflokk í dag þegar hún varð sú fyrsta í sögunni til að vera kjörin íþróttamaður ársins tvisvar.