Þorsteinn H. Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur þurft að gera eina breytingu á leikmannahópi sínum fyrir fyrsta verkefni hans sem þjálfari liðsins.

Fram undan er vináttulandsleikur við Ítalíu en leikurinn fer fram ytra þriðjudaginn 13. apríl næstkomandi.

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins og leikmaður Lyon, glímir við meiðsli og getur ekki tekið þátt í verkefninu.

Í hennar stað kemur inn Karitas Tómasdóttir, sem gekk í raðir Breiðabliks frá Selfossi fyrr á þessu ári, inn í hópinn.