Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, landsliðskona í knatt­spyrnu, skoraði eitt marka franska liðsins Lyon þegar liðið vann stórsigur, 9-0, í æfingaleik sínum gegn pólska liðinu Gornik Leczna sem fram fór í Póllandi í dag.

Sara Björk kom inná sem varamaður í seinni hálfleik og skömmu eftir að hún mætti inn á völlinn var hún búin að setja mark sitt á leikinn. Hún var þarna að spila þriðja leik sinn fyrir Lyon eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá þýska liðinu Wolfsburg fyrr í sumar og hefur Sara skorað í öllum þremur leikjunum.

Lyon sem er ríkjandi lands- og bikarmeistari í Frakklandi er í æfingaferð í Póllandi þar sem liðið býr sigur undir leik sinn við þýska liðið Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu sem leikinn verður í Bilbao á Spáni laugardaginn 22. ág­úst. Lyon sem er sigursælasta liðið í sögu Meistaradeildarinnar með sex titla á titil að verja í þeirri keppni.

Mörkin í leik Lyon á móti Gornik Leczna má sjá hér að neðan en Sara Björk skorar nínuda og síðasta mark leiksins: