Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg eru komnar í úrslit Meistaradeildar Evrópu. 

Þýskalandsmeistararnir unnu 2-0 sigur á Chelsea á heimavelli í dag. Wolfsburg vann fyrri leikinn í London 1-3 og einvígið því 5-1 samanlagt.

Sara lék allan leikinn á miðjunni í dag. Hún hefur farið mikinn í Meistaradeildinni í vetur og skorað sex mörk.

Norska landsliðskonan María Þórisdóttir lék allan leikinn fyrir Chelsea.

Wolfsburg mætir Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Kænugarði 24. maí næstkomandi.