Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Wolfsburg er í 31. sæti á lista Guardian yfir bestu leikmenn ársins 2018 í kvennaknattspyrnu.

Guardian fékk 72 manns til að velja 40 bestu leikmenn ársins að þeirra mati. Meðal þeirra sem fengu að kjósa er Ana Victoria Cate, leikmaður Stjörnunnar.

Búið er að birta lista yfir þá leikmenn sem lentu í sætum númer 100 til tíu og eru alls átta liðsfélagar Söru hjá Wolfsburg á listanum.

Sara er sjálf í 31. sætinu og segir um hana að hún hafi átt stöðugt og gott ár. Hún hafi átt stóran hluta í tvöföldum meistaratitli Wolfsburg í Þýskalandi og leið þeirra í úrslit Meistaradeildar Evrópu.

„Hún reyndist Wolfsburg mikilvæg í aðdraganda úrslitaleiksins. Markið sem hún skoraði gegn Chelsea reyndist dýrmætt en lenti í því óhappi að meiðast í úrslitaleiknum,“ stendur í greininni áður en farið er í afrek hennar með landsliðinu.

„Hún átti stóran þátt í því að Íslandi tókst næstum því að komast í lokakeppni HM á kostnað Þýskalands en hún brenndi af vítaspyrnu undir lokin gegn Slóvakíu sem þýddi að Ísland missti af umspilssæti.“