Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu verður á sínum vanalega stað á miðsvæðinu hjá Wolfsburg þegar liðið mætir Þór/KA á Þórsvellinum á Akureyri klukkan 16.30 í dag. 

Eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrr í dag saknar þýska liðið nokkurra sterkra leikmanna í þessum leik. Arna Sif Ásgrímsdóttir er til taks hjá Þór/KA á varamannabekknum, en hún er nýstigin upp úr meiðslun, en Ariana Caldron er fjarri góðu gamni hjá norðanliðinu. 

Byrjunarlið liðanna má sjá hér að neðan: 

Þór/KA: Mark: Stephanie Bukovec (m). Aðrir leikmenn: Bianca Elissa, Sandra María Jessen (f), Lára Einarsdóttir, Sandra Stephany Mayor, Anna Rakel Pétursdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Ágústa Kristinsdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Amanda Mist Pálsdóttir 

Wolfsburg: Mark: Almuth Schult (m). Aðrir leikmenn: Cláudia Neto, Sara Björk Gunnarsdóttir, Ewa Pajor, Kristine Minde, Lara Dickenmann, Pernille Harder, Sara Doorsoun-Khajeh, Joelle Wedemeyer, Caroline Graham Hansen, Lena Goessling.