Fótbolti

Sara Björk byrjar á móti Þór/KA

Nú er tæpur hálftimi í að Þór/KA etji kappi við Söru Björk Gunnarsdóttur og liðsfélaga hennar hjá Wolfsburg í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Þórsvellinum á Akureyri.

Sandra Stephany Mayor er á sínum stað í byrjunarliði Þórs/KA Fréttablaðið/Auðunn

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu verður á sínum vanalega stað á miðsvæðinu hjá Wolfsburg þegar liðið mætir Þór/KA á Þórsvellinum á Akureyri klukkan 16.30 í dag. 

Eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrr í dag saknar þýska liðið nokkurra sterkra leikmanna í þessum leik. Arna Sif Ásgrímsdóttir er til taks hjá Þór/KA á varamannabekknum, en hún er nýstigin upp úr meiðslun, en Ariana Caldron er fjarri góðu gamni hjá norðanliðinu. 

Byrjunarlið liðanna má sjá hér að neðan: 

Þór/KA: Mark: Stephanie Bukovec (m). Aðrir leikmenn: Bianca Elissa, Sandra María Jessen (f), Lára Einarsdóttir, Sandra Stephany Mayor, Anna Rakel Pétursdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Ágústa Kristinsdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Amanda Mist Pálsdóttir 

Wolfsburg: Mark: Almuth Schult (m). Aðrir leikmenn: Cláudia Neto, Sara Björk Gunnarsdóttir, Ewa Pajor, Kristine Minde, Lara Dickenmann, Pernille Harder, Sara Doorsoun-Khajeh, Joelle Wedemeyer, Caroline Graham Hansen, Lena Goessling. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Fótbolti

Svava og Þórdís til Svíþjóðar

Fótbolti

Jákvæð atriði þrátt fyrir tap

Auglýsing

Nýjast

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Strembið verkefni hjá Selfossi

Helena: Höfum trú á sigri í þessum leik

Vill sjá heilsteyptan leik hjá íslenska liðinu

Auglýsing