Fótbolti

Sara Björk byrjar á móti Þór/KA

Nú er tæpur hálftimi í að Þór/KA etji kappi við Söru Björk Gunnarsdóttur og liðsfélaga hennar hjá Wolfsburg í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Þórsvellinum á Akureyri.

Sandra Stephany Mayor er á sínum stað í byrjunarliði Þórs/KA Fréttablaðið/Auðunn

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu verður á sínum vanalega stað á miðsvæðinu hjá Wolfsburg þegar liðið mætir Þór/KA á Þórsvellinum á Akureyri klukkan 16.30 í dag. 

Eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrr í dag saknar þýska liðið nokkurra sterkra leikmanna í þessum leik. Arna Sif Ásgrímsdóttir er til taks hjá Þór/KA á varamannabekknum, en hún er nýstigin upp úr meiðslun, en Ariana Caldron er fjarri góðu gamni hjá norðanliðinu. 

Byrjunarlið liðanna má sjá hér að neðan: 

Þór/KA: Mark: Stephanie Bukovec (m). Aðrir leikmenn: Bianca Elissa, Sandra María Jessen (f), Lára Einarsdóttir, Sandra Stephany Mayor, Anna Rakel Pétursdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Ágústa Kristinsdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Amanda Mist Pálsdóttir 

Wolfsburg: Mark: Almuth Schult (m). Aðrir leikmenn: Cláudia Neto, Sara Björk Gunnarsdóttir, Ewa Pajor, Kristine Minde, Lara Dickenmann, Pernille Harder, Sara Doorsoun-Khajeh, Joelle Wedemeyer, Caroline Graham Hansen, Lena Goessling. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Fótbolti

Elías Rafn etur kappi við Man.Utd

Fótbolti

„Ronaldo á bara þrjá Evróputitla“

Auglýsing

Nýjast

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Auglýsing