Sara Björk Gunnarsdóttir ætti að vera komin í gott stand fyrir landsleikina framundan en hún var að glíma við smávægileg meiðsli fyrir áramót.

Þetta staðfesti Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari í samtali við Fréttablaðið eftir blaðamannafund í KSÍ í dag

Að sögn Jóns Þórs ákvað Wolfsburg, félagslið Söru að hún fengi hvíld í lokaleik þýska boltans fyrir jólafrí vegna smávægilegra hnémeiðsla.

Það kom smávægilegt bakslag í endurhæfingunni á dögunum og lék Sara því ekki með liðsfélögum sínum í æfingarleik gegn Twente en það styttist í að hún komist aftur inn á völlinn.

Fyrsti leikur Wolfsburg eftir vetrarfrí er gegn Hoffenheim á morgun.