Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er á förum frá franska stórveldinu Lyon í sumar þegar samningur hennar við Lyon rennur sitt skeið.

Þetta staðfesti Sara Björk í samtali við Víði Sigurðsson á Mbl.is í kvöld. Hún bætti við að hún væri með nokkra möguleika í stöðunni.

Sara gekk til liðs við Lyon árið 2020 og skrifaði undir tveggja ára samning við Lyon sem hefur um árabil verið með eitt sterkasta kvennalið heims

Hafnfirðingurinn skoraði eitt marka Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2020 og er hluti af liði Lyon sem leikur til úrslita gegn Barcelona í ár.