Sandra María Jessen skoraði í sínum fyrsta keppnisleik fyrir Tékklandsmeistara Slavia Prag í dag.

Slavia Prag vann þá öruggan sigur á Hradec Králové, 8-0, í 8-liða úrslitum tékknesku bikarkeppninnar.

Sandra María kom Slavia Prag í 4-0 með marki úr vítaspyrnu sex mínútum fyrir hálfleik.

Akureyringurinn hefur farið vel af stað með Slavia Prag og skorað í nokkrum æfingaleikjum fyrir liðið.

Sandra María leikur með Slavia Prag til loka apríl. Þá snýr hún aftur til Íslandsmeistara Þórs/KA.

Keppni í tékknesku úrvalsdeildinni hefst á ný á föstudaginn. Þá mætir Slavia Prag Slovácko á heimavelli.