Sandra María Jessen, landsliðskona í knatt­spyrnu, hef­ur gert nýjan eins árs samning við þýska efstudeildarliðið Bayer Le­verku­sen. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Bayer Leverkusen í dag.

Sandra María lék fyrst Bayer Le­verku­sen keppnistímabilið 2015 til 2016 og svo aftur frá árinu 2018. Hún hef­ur alls spilað 29 leiki með liðinu og skorað í þeim leikjum tvö mörk.

Bayer Leverkusen hefur verið í fallbaráttu á yfirstandandi leiktíð en fór langleiðina með að tryggja sér öruggt sæti í deildinni næsta vetur með 3-1 sigri á móti Köln um síðustu helgi.

Þegar ein umferð er eftir af þýsku efstu deildinni er Bayer Leverkusen þremur stigum frá fallsvæði deildarinnar og hefur mun betri markatölu en liðin sem eru í fallsætunum.

Í lokaumferðinni mætir Bayer Leverkusen Söru Björk Gunn­ars­dótt­ur og liðsfélögum hennar hjá Wolfs­burg sem hefur nú þegar tryggt sér þýska meistaratitilinn sjötta árið í röð.