Körfubolti

Sandra Lind varð þrefaldur meistari

Sandra Lind Þrastardóttir, landsliðskona í körfubolta, varð Danmerkurmeistari með liði sínu Hörsholm um helgina. Hörsholm varð þar af leiðandi þrefaldur meistari, en liðið varð bæði deildarö og bikarmeistari fyrr á leiktíðinni.

Sandra Lind Þrastardóttir í leik með íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta. Fréttablaðið/Ernir

Sandra Lind Þrastardóttir og félagar hennar hjá Hörsholm eru þrefaldir meistarar í körfubolta í Danmörku. Þetta varð ljóst eftir að Hörsholm varð danskur meistari með sigri gegn Stevnsgade í oddaleik um danska meistaratitilinn um nýliðna helgi. 

Lokatölur í oddaleiknnum urðu 68-60 Hörsholm í vil sem varð fyrr í vetur bæði deildar- og bikarmeistari, en liðið vann þar af leiðandi allt þá titla sem i boði eru í Danmörku. 

Hörsholm hafði töluverða yfirburði í deildarkeppninni á leiktíðinni, en liðið hafði betur í 17 af 20 deildarleikjum sínum. Hörsholm varð deildarmeistari með átta stiga mun á næsta lið fyrir neðan sem var einmitt Stevnsgade sem laut svo í lægra haldi fyrir Hörsholm í úrslitaeinvíginu. 

Hörsholm varð svo danskur bikarmeistari í lok janúarmánuðar með sigri gegn Sisu í bikarúrslitaleik.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Martin spilar til úrslita í þýska bikarnum

Körfubolti

Keflavík lagði nágranna sína að velli

Körfubolti

ÍR vann afar öruggan sigur gegn Breiðabliki

Auglýsing

Nýjast

Línur munu skýrast í milliriðlunum í kvöld

Buvac formlega hættur störfum hjá Liverpool

Arnari sagt upp hjá Lokeren

Mæta Skotlandi á Spáni í dag

Góður skóli fyrir ungt lið Íslands

Pressan eykst á Sarri eftir tap gegn Arsenal

Auglýsing