Enska knattspyrnufélagið Manchester United staðfesti í dag kaup sín á enska landsliðsmanninum Jadon Sancho sem kemur til félagsins frá Borussia Dort­mund í Þýskaland á 73 millj­ón­ir punda.

Sancho semur við Manchester United til fimm ára eða til ársins 2026.

Þessi 21 árs gam­all vængmaður fór í gegnum akademíur Wat­ford og Manchester City áður en hann færðis sig um set til Borussia Dort­mund fyrir fjór­um árum síðan.

Sancho hefur skorað 50 mörk í þeim 134 móts­leikj­um sem hann hefur spilað fyr­ir Borussia Dortmund. Þá hefur hann skorað þrjú mörk í 22 lands­leikjum fyrir Eng­land.