Ole Gunnar Solskjaer staðfesti á blaðamannafundi í dag að félagið væri í viðræðum við nokkur félög um að þau myndu taka Alexis Sanchez frá félaginu.

Sílemaðurinn er ekki í áætlunum Solskjaer fyrir veturinn og vilja forráðamenn félagsins því losna við hann enda launahæsti leikmaður félagsins.

Sanchez hefur aldrei tekist að sýna sitt rétta andlit í herbúðum Manchester United eftir að félagið keypti hann frá Arsenal í ársbyrjun 2018.

„Það eru enn viðræður við nokkur lið í gangi en hann hefur staðið sig vel á æfingum þess á milli. Við skulum sjá til hvað gerist á næstu dögum.“