San Marínó fær tækifæri til að skilja Íslendinga eftir eina á báti innan Evrópu í kvöld. Karlalandslið Íslands og San Marínó eru einu liðin í Evrópu sem hafa aldrei unnið leik í Þjóðadeild UEFA.

Ísland leikur annað kvöld lokaleik sinn í Þjóðadeildinni gegn Albaníu í leik sem hefur litla þýðingu. Leikið er upp á annað sæti riðilsins en ljóst er að Ísrael kemst upp í A-deild og að Rússar falla niður.

Áður en sá leikur hefst mætast San Marínó og Eistlandi í Serravalle í San Marino í kvöld þar sem úrslitin eru ráðin í riðlinum.

Þar geta heimamenn orðið á undan Íslendingum að vinna sinn fyrsta leik í Þjóðardeildinni og skilið Íslendinga eftir í kjallaranum.

San Marínó er hins vegar lélegasta landslið heims og hefur aðeins unnið einn leik í sögunni þannig ólíklegt er að það komi til þess.

Til þessa hefur Ísland leikið þrettán leiki í Þjóðardeldin þessa er uppskeran þrjú stig og tíu jafntefli í þrettán leikjum.

Norður-Írar voru með Íslendingum og San Marínó í þessum vafasama hóp áður en þeir unnu sinn fyrsta leik í Þjóðardeildinni gegn Kósovó um helgina.