Enskir fjölmiðlar fullyrða að Crystal Palace og Manchester United hafi komist að samkomulagi í dag um kaupverðið á Aaron Wan-Bissaka.

Wan-Bissaka mun gangast undir læknisskoðun á næstu dögum og skrifa undir samning á Old Trafford eftir að hann kemur heim frá Evrópumóti U21 ára þar sem England féll úr leik í riðlakeppninni.

Manchester United greiðir fimmtíu milljónir punda fyrir bakvörðinn Wan-Bissaka og mun hann fá tæp hundrað þúsund pund á viku í laun.

Með því verður Wan-Bissaka fjórði dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins á eftir Paul Pogba, Romelu Lukaku, og Angel Di Maria.