Það er ekkert samkomulag í höfn á milli Bandaríkjamanna og Rússa um að skipta á föngunum Brittney Griner og Viktor Bout. Reuters fjallar um málið.

Griner hefur verið í haldi í Rússlandi síðan í febrúar eftir að kannabisvökvi fyrir rafsígarettur fannst í farangri hennar við komuna til landsins.

Rætt og ritað hefur verið um að Bandaríkin og Rússland gætu samið um það að Griner fái að fara aftur til Bandaríkjanna frá Rússlandi, fái vopnasalinn Bout að fara í hina áttina. Hann var á sínum tíma dæmdur í 25 ára fangelsi vestanhafs.

Viðræður hafa staðið yfir í þó nokkurn tíma en samkvæmt talsmanni utanríkisráðuneytis Rússlands, Mariu Zakharovu, hafa þær ekki náð árangri. Þetta segir hún í svari til Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem segir að Bandaríkin hafi veitt Rússum alvarlegt tilboð, er kemur að skiptum á föngunum.

Blinken segir jafnframt að hermaðurinn Paul Blinken, sem árið 2020 var dæmdur í 16 ára fangelsi í Rússlandi, hafi verið hluti af samningstilboði Bandaríkjamanna, sem vilja koma honum heim ásamt Griner.