Alonso keppir fyrir hönd Alpine þetta árið eftir tveggja ára fjarveru frá Formúlu 1. Fimmtán ár eru liðin frá seinni heimsmeistaratitli ökuþóra sem Alonso vann.

Að sögn framkvæmdarstjóra Alpine festist samlokupakkning inn í bremsukerfinu sem leiddi til þess að kerfið ofhitnaði og skemmdi bremsurnar.

Spánverjinn var í níunda sæti í tímatökum en þurfti að hætta eftir 31 hringi um helgina.