Zayn Ali Salman er til umfjöllunar á vef BBC í dag en þessi fimm ára drengur leikur fyrir barna- og unglingalið Arsenal eftir að Skytturnar sóttust eftir kröftum hans í fyrra.

Hann er yngsti leikmaðurinn í sögu barna- og unglingastarfs Arsenal. Myndbönd af honum á samskiptamiðlum vöktu athygli njósnara Arsenal.

Þar átti hann auðvelt með að leika á mótherja sem voru eldri en hann og í samtali við BBC sagði fyrrum þjálfari Zayn að hann hefði strax verið of góður fyrir eigin aldursflokk.

Í viðtalinu lýsir faðir Zayn því yfir að hann sé undir það búinn að leika í ensku úrvalsdeildinni einn daginn þar sem hann sé öðruvísi en jafnaldrar sínir.