HM 2018 í Rússlandi

Sama byrjunarlið hjá Southgate þriðja leikinn í röð

Þjálfari enska landsliðsins teflir fram sama byrjunarliði þriðja leikinn í röð. Sá króatíski gerir eina breytingu frá síðasta leik.

Englendingar leggja traust sitt á þessa 11 leikmenn. Fréttablaðið/Getty

Gareth Southgate teflir fram sama byrjunarliði gegn Króatíu og í síðasta leik Englands á HM í Rússlandi. Leikur Englendinga og Króata í undanúrslitum heimsmeistaramótsins hefst klukkan 18:00.

Southgate hefur stillt upp þessu sama byrjunarliði í fjórum af sex leikjum Englands á HM og hann virðist því vita upp á hár hvert sitt sterkasta lið er.

Þetta er fyrsti undanúrslitaleikur Englands á HM síðan 1990. Króatía er hins vegar að leika sinn annan undanúrslitaleik en Króatar töpuðu fyrir Frökkum í undanúrslitum á HM 1998.

Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu, gerir eina breytingu á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Rússlandi í 8-liða úrslitunum. Marcelo Brozovic kemur inn í liðið í stað Andrej Kramaric sem skoraði gegn Rússum.

Hægri bakvörðurinn Sime Vrsalkjo er með og í byrjunarliðinu en hann meiddist gegn Rússlandi og óvíst var um frekari þátttöku hans á HM.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Sjáðu móttökurnar sem Frakkar fengu

HM 2018 í Rússlandi

Lovren: Frakkar spiluðu ekki fótbolta

HM 2018 í Rússlandi

Tóku Macron í dab-kennslu­stund í klefa eftir leik

Auglýsing

Nýjast

Íslenski boltinn

Hafnaði liðum í Svíþjóð en ætlar út eftir áramót

Íslenski boltinn

Dagný búin að semja við Selfoss

Íslenski boltinn

Aukaspyrna Olivers tryggði Blikum stigin þrjú

Íslenski boltinn

KR unnið Fylki í níu leikjum í röð

Golf

Fjórir íslenskir kylfingar á EM

Fótbolti

Ronaldo: Flestir leikmenn á mínum aldri fara til Katar eða Kína

Auglýsing