Sport

Sama byrjunarlið hjá Southgate þriðja leikinn í röð

Þjálfari enska landsliðsins teflir fram sama byrjunarliði þriðja leikinn í röð. Sá króatíski gerir eina breytingu frá síðasta leik.

Englendingar leggja traust sitt á þessa 11 leikmenn. Fréttablaðið/Getty

Gareth Southgate teflir fram sama byrjunarliði gegn Króatíu og í síðasta leik Englands á HM í Rússlandi. Leikur Englendinga og Króata í undanúrslitum heimsmeistaramótsins hefst klukkan 18:00.

Southgate hefur stillt upp þessu sama byrjunarliði í fjórum af sex leikjum Englands á HM og hann virðist því vita upp á hár hvert sitt sterkasta lið er.

Þetta er fyrsti undanúrslitaleikur Englands á HM síðan 1990. Króatía er hins vegar að leika sinn annan undanúrslitaleik en Króatar töpuðu fyrir Frökkum í undanúrslitum á HM 1998.

Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu, gerir eina breytingu á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Rússlandi í 8-liða úrslitunum. Marcelo Brozovic kemur inn í liðið í stað Andrej Kramaric sem skoraði gegn Rússum.

Hægri bakvörðurinn Sime Vrsalkjo er með og í byrjunarliðinu en hann meiddist gegn Rússlandi og óvíst var um frekari þátttöku hans á HM.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Mistök kostuðu Ísland sigurinn gegn spræku liði Katars

Fótbolti

Van Dijk skaut Hollandi áfram í Þjóðadeildinni

Handbolti

FH bjargaði stigi í hádramatísku jafntefli gegn Val

Auglýsing

Nýjast

Verðskuldað jafntefli í lokaleik ársins gegn Katar

Kolbeinn fagnaði byrjunarliðssætinu með marki

Kolbeinn og Eggert koma inn í liðið gegn Katar

Leik lokið: Katar - Ísland 2-2

West Ham fær leyfi til að bæta við níu þúsund sætum

Tveir leikmenn Þórs/KA æfa með Leverkusen

Auglýsing