Enski boltinn

Salah skaut Liverpool á toppinn í bili

Mohamed Salah skoraði þrennu í 4-0 sigri Liverpool á Bournemouth í hádegisleik dagsins í enska boltanum. Með sigrinum skýst Liverpool upp fyrir Manchester City sem á þó leik til góða.

Fréttablaðið/Getty

Mohamed Salah skoraði þrennu í 4-0 sigri Liverpool á Bournemouth í hádegisleik dagsins í enska boltanum.

Með sigrinum skýst Liverpool upp fyrir Manchester City sem á þó leik til góða gegn Chelsea síðar í dag.

Egyptinn kom Liverpool yfir með marki af stuttu færi um miðbik fyrri hálfleiks en hann virtist vera rangstæður í markinu.

Hann gerði vel í öðru markinu þegar hann stóð af sér brot og kláraði færið vel.

Steve Cook varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 68. mínútu leiksins og gerði út um vonir heimamanna á Vitality vellinum.

Salah fullkomnaði þrennuna stuttu síðar með tíunda marki sínu í vetur og er hann ásamt Pierre Emirick Aubameyang markahæstir í deildinni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Frábær seinni hálfleikur Swansea

Enski boltinn

Úlfarnir í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í 16 ár

Enski boltinn

Newport tókst að stríða City í enska bikarnum

Auglýsing

Nýjast

Jón Dagur sá rautt

„Vorum að vinna frábært lið í dag“

„Ætluðum okkur stærri hluti í dag“

„Ekkert grín að elta Elvar í heilan leik“

„Ætlum að vinna alla þrjá titlana“

Stjarnan bikar­meistari í fjórða sinn

Auglýsing