Mo Salah og Andy Robertson leikmenn Liverpool eru báðir að glíma við ökklameiðsli og óvíst er hvort þeir verði með í næst leik liðsins sem er á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla.

Þeir félagar hafa verið í meðhöndlun vegna meiðsla sinna en Salah lék ekki með Egyptaland og Robertson var fjarri góðu gamni hjá Skotlandi í verkefnum liðanna síðustu vikurnar.

Þá er afar ólíklegt að Joël Matip verði búinn að jafna sig á þeim meiðslum sem hann hafa haldið honum utan vallar í tæka tíð fyrir leikinn sem fram fer Selhurst Park á laugardaginn kemur.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er hins vegar vonbetri um að Joe Gomez verði heill heilsu í heimsókninni til Lundúna en hann fékk högg á hnéð í leik með enska landsliðinu.