Mohamed Salah framherji Liverpool er þessa stundina að undirbúa sig fyrir leik liðsins gegn Chelsea í Ofurbikar Evrópu sem fram fer í Istanbúl í Tyrklandi í kvöld.

Salah gaf sér tíma í undirbúningnum til þess að bregða á leik með fótalausum sem mættur var á æfingu Liverpool. Þeir félagar sýndu glæsilegar listir við að halda boltanum á lofti.

Þá gáfu leikmenn og þjálfarateymi Liverpool sér tíma til þess að leika sér með bolta með öðrum krökkum sem glíma við líkamlega fötlun.

Hér að neðan má sjá myndskeið af æfingunni: