Enski boltinn

Salah fór meiddur af velli í leik með Egyptalandi

Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, fór meiddur af velli á lokamínútum leiksins í 4-1 sigri Egyptalands á Eswatini í æfingarleik í Egyptalandi í dag.

Salah þungur á brún í leik með egypska landsliðinu. Fréttablaðið/Getty

Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, fór meiddur af velli á lokamínútum leiksins í 4-1 sigri Egyptalands á Eswatini í æfingarleik í Egyptalandi í dag.

Salah skoraði fjórða mark Egyptalands beint úr hornspyrnu undir lok fyrri hálfleiks gegn Eswatandi sem þekktist áður sem Swaziland og átti að leika allan leikinn.

Meiddist hann undir lok venjulegs leiktíma og var skipt af velli stuttu síðar eftir að hafa mistekist að halda áfram leik.

Er það áhyggjuefni fyrir Liverpool sem fylgist eflaust vandlega með málefnum markahróksins sem bætti markamet ensku úrvalsdeildarinnar í fyrra.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fjórði sigur Hamranna í röð

Enski boltinn

Fékk nýjan samning í jólagjöf

Enski boltinn

Eriksen kom Spurs til bjargar

Auglýsing

Nýjast

Rodriguez með þrefalda tvennu

Mæta Spáni í HM-umspili

City á toppinn eftir sigur á Gylfa og félögum

Anton sló fjórða Íslandsmetið

Sóknarþungi Liverpool mætir míglekri vörn United

Guðrún Brá hefur leik í Marrakesh

Auglýsing