Saksóknarinn í fjárkúgunarmáli franska landsliðsmannsins Karim Benzema sem leikur með Real Madrid, hefur farið fram á að hann fái tíu mánaða skilorðsbundinn dóm ásamt sekt upp á 75 þúsund evrur.

Hinn 33 ára gamli Benzema er sakaður um að hafa aðstoðað manneskjur við að reyna að fjárkúga fyrrum liðsfélaga sínn hjá franska landsliðinu, Mathieau Valbuena.

Benzema neitar sök og hefur til þessa ekki mætt í dómsalinn þegar málið er tekið fyrir.

Saksóknarinn lagði til þyngri refsingu fyrir einstaklingana sem höfðu í hótunum við Valbuena um að leka kynlífsmyndbandi með sóknartengiliðnum á netið ef hann myndi ekki greiða þeim.

Lögreglan hefur undir höndunum upptöku af Benzema þar sem hann segir við einn af einstaklingunum sem reyndu að kúga pening út úr Valbuena að hann sé búinn að reyna að fá Valbuena til að greiða þeim lausnarféið án árangurs.