Dómsmál á hendur knattspyrnumanninum Benjamin Mendy, leikmanni Manchester City sem og meintum samverkamanni hans Louis Saha Matturie er hafið í réttarsal og í gær flutti saksóknari ákæruvaldsins opnunarræðu sína fyrir kviðdómi. Þar lýsti hann því hvernig Mendy og Saha lokkuðu til sín 9 konur hið minnsta á heimili Mendy þar sem þeir síðan brutu á þeim.

Alls eru nauðgunarkærurnar á hendur Benjamin Mendy átta talsins og auk þess hefur borist kæra er snýr að annars konar kynferðisofbeldi sem og tilrain til nauðgunar. Saksóknarinn greindi þá frá því að kviðdómurinn í málinu muni á næstu dögum fá að heyra sögur 13 kvenna. ,,Okkar málflutningur er sá að eftirför sakborninganna á eftir þessum 13 konum breytti þeim í rándýr sem voru reiðubúin að fremja alvarleg kynferðisbrot. Sú staðreynd að þeir tóku ekki neitun sem gildu svari er eitthvað sem kviðdómurinn mun heyra oft á næstu dögum."

Brot Mendys eru sögð hafa átt sér stað á því sem The Sun lýsir sem einangruðu sveitasetri hans á tímabilinu október 2018 til ágúst 2021. Við komuna á sveitasetrið hafi símarnir verið teknir af konunum og að brotin hafi átt sér stað í neyðarrými innan sveitasetursins.

Myndskeið sem og myndir innan úr sveitasetrinu voru birtar í dómssalnum í gær til þess að gefa kviðdómnum skýrari sín á hvurslags stað sé verið að tala um.

Saksóknari sagði að vegna valdastöðu sinnar og fjárhags hafi ákveðnir hópar verið reiðubúnir til þess að redda Mendy ungum konum sem hann síðar braut á. „Þetta mál á lítið skylt við fótbolta. Við segjum miklu frekar að þetta sé annar kafli í mjög gamalli sögu um karlmenn sem nauðga og brjóta kynferðislega á konum vegna þess að þeir eru í valdastöðu og vegna þess að þeir telja sig geta komist upp með slíkt athæfi."