André Onana, landsliðsmarkvörður Kamerún mun ekki spila fleiri leiki með liðinu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fer þessa dagana fram í Katar. Onana vildi ekki fara eftir fyrirmælum landsliðsþjálfara Kamerún og nú hefur verið greint frá því að hann hafi yfirgefið herbúðir liðsins í Katar.
Onana, sem er markvörður Inter Milan á Ítalíu varði ekki mark Kamerún í leik liðsins gegn Serbíu á HM í dag, þá var hann ekki í leikmannahópi liðsins.
The Athletic heldur því fram að Onana hafi ekki viljað fara eftir fyrirmælum landsliðsþjálfara Kamerún, Rigobert Song, sem vildi að Onana tæki færri áhættur með boltann og myndi þess í stað sparka boltanum langt upp völlinn.
Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir síðan frá því í Twitterfærslu, sem birtist rétt eftir leikslok í leik Kamerún og Serbíu, að Onana sé farinn heim frá HM.
André Onana has decided to leave the World Cup with permanent effect and he will not be back, confirmed. ⛔️🇨🇲 #Qatar2022 https://t.co/0LH0CYZsr3
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 28, 2022