Fjárfestingahópurinn PCP Capital Partners og Reuben Brothers sem fjármagnaður er af sádí-arabískum fjárfestum og var með í farvatninu að kaupa meirihlutann í enska knattspyrnufélaginu Newcastle United hefur ákveðið að hætta við áform sín. Það er Skysports sem greinir frá þessu.

Skjöl hvað kaupin varðar voru til skoðunar hjá forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla. Þar voru kaupin til skoðunar og biðu þess að fá annað hvort samþykki eða neitun. Áhöld hafa verið um hvort Sádí-Arabarnir stæðust reglur ensku úrvalsdeildarinnar um hæfi þess að vera eigandi félags í deildinni. Rætt var til að mynda um mannréttindabrot fjárfestanna og meinta glæpi þeirra.

Fram kemur í tilkynningu sem fjárfestingahópurinn sendi frá sér í dag að ákvörðunin sé tekin vegna stöðu mála í heiminum í ljósi kórónaveirufaraldursins. Þar er harmað að ekki hafi verið mögulegt að starfa fyrir þá ástríðufullu stuðningsmenn sem styðja Newcastle United í hinn frábæru borg Newcastle.

Þetta þýðir að leit Mike Ashley, eiganda Newcastle United, að kaupanda á félaginu heldur áfram og aukinheldur að Steve Bruci muni halda starfi sínu sem knattspyrnustjóri karlaliðs félagsins um sinn mið minnsta.