Leik­­maður ensku úr­­vals­­deildarinnar var hand­­tekinn á föstu­­daginn grunaður um kyn­­ferðis­brot gegn barni, sam­kvæmt bresku fjöl­­miðlunum Daily Mail, The Sun og The Mirror.

Af laga­legum á­stæðum geta fjöl­miðlar ekki birt nafn leik­mannsins en enska úr­vals­deildar­liðið E­ver­ton hefur nú stað­fest að leik­maðurinn sé úr þeirra röðum og er um byrjunar­liðs­leik­mann að ræða.

„E­ver­ton getur nú stað­fest að leik­maður liðsins hefur verið leystur frá störfum vegna lög­reglu­rann­sóknar. Fé­lagið mun halda á­fram að vinna með lög­reglu­yfir­völdum og að­stoða við rann­sóknina. Fé­lagið mun ekki gefa frá sér frekari yfir­lýsingar að svo stöddu,“ segir í yfir­lýsingu frá E­ver­ton.

Sam­­kvæmt The Mirror er um 31 árs gamlan leik­mann að ræða sem er reglu­­lega í byrjunar­liði hjá fé­lags­liði sínu. Þá segir the Daily Mail leik­manninn vera giftan og spila reglu­lega með lands­liði í heima­landi sínu.

Sam­kvæmt heimildar­manni The Mirror er málið „gríðar­legt á­fall“ fyrir fé­lagið.

Lög­reglan í Manchester borg rann­sakar málið og fór í hús­­leitir heima hjá leik­manninum vegna rann­­sóknarinnar. Leik­manninum var sleppt gegn tryggingu á föstu­­daginn.