Mikill rígur er á milli félaganna sem eru frá Rómarborg og er afar fátítt að leikmenn fari á milli félaganna.

Þannig er Pedro fyrsti leikmaðurinn í fjörutíu ár sem fer á milli félaganna eða síðan Carlo Perrone skipti árið 1981.

Pedro var ekki inn í myndinni hjá Jose Mourinho sem tók við Roma á dögunum og komst því að samkomulagi um að rifta samningi sínum tveimur árum fyrr.

Hjá Lazio mun Pedro vinna undir stjórn Maurizio Sarri en þeir unnu áður saman hjá Chelsea.

Pedro hefur áður leikið fyrir Chelsea og Barcelona ásamt því að leika 65 leiki fyrir spænska landsliðið.