Rut Jónsdóttir og stöllur í Esbjerg tryggðu sér danska meistaratitilinn með 20-19 sigri á Herning á útivelli í kvöld.

Vinna þurfti tvo leiki til að tryggja sér meistaratitilinn og vann Esbjerg öruggan átta marka sigur í fyrsta leik liðanna.

Rut komst sjálf ekki á blað í dag þegar Esbjerg vann nauman sigur eftir að hafa verið fimm mörkum yfir skömmu fyrir leikslok.

Esbjerg þurfti að horfa á eftir EHF bikarnum á dögunum og láta silfurverðlaunin duga í dönsku deildarkeppinni en Rut og stöllur náðu í gullverðlaunin í úrslitakeppninni.