Hin fimmtán ára gamla Kamila Valieva lét fjölmiðlafárið ekki trufla sig og æfði eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir orðróm um að hún eigi yfir höfði sér bann.

Erlendir fjölmiðlar sem eru í Peking fullyrða að það hafi verið létt yfir Valievu á æfingum í dag, þrátt fyrir orðróm um að Valieva hafi farið fallið á lyfjaprófi á dögunum.

Rússneskir fjölmiðlar fullyrtu að Trimetazidine hefði fundist í sýni Valievu sem er hjartalyf.

Teymi rússnesku Ólympíunefndarinnar stóð uppi sem sigurvegari í liðakeppni í listskautum en verðlaunaafhendingunni var frestað um sinn.

Ólympíunefnd Rússa hefur neitað að tjá sig um málið enda flækir aldur Valievu málið.