Treyjan hefur vakið alþjóðlega athygli enda hafa þjóðirnar staðið í deilum undanfarin ár vegna landsvæðisins.

Á nýju treyjunni er landakort af Úkraínu og að finna þjóðernissinnaða söngva sem stjórnvöld í Rússlandi hafa líkt við áróðurssöngva nasista.

Fyrir vikið er rússneska knattspyrnusambandið búið að óska eftir aðgerðum af hálfu UEFA.

„Rússland hefur skilað inn kvörtun til UEFA þar sem óskað er eftir útskýringum. Um leið lýstum við yfir áhyggjum okkar vegna nýrrar treyju Úkraínu,“ sagði íþróttamálaráðherra Rússlands, Oleg Matsytsin í samtali við rússneska miðilinn TASS.

Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky, klæddist treyjunni á Instagram-reikningi sínum en rússnesk yfirvöld hafa sagt þetta vera ögrun við stjórnarhætti á Krímskaganum.