Rússneska knattspyrnusambandið ákvað í dag að hætta við áfrýjun sambandsins á úrskurði Alþjóðaíþróttadómstólsins að FIFA hefði verið heimilt að vísa Rússum úr keppni í undankeppni HM 2022 í kjölfarið af innrás Rússa í Úkraínu.

Um leið féll rússneska knattspyrnusambandið frá málssókn gegn pólska, sænska og tékkneska knattspyrnusambandsins sem tilkynntu í kjölfarið af innrásinni að lið þeirra myndu ekki mæta til leiks gegn Rússum.

Rússneska landsliðið átti að mæta Póllandi í umspili fyrir HM 2022 á dögunum en evrópska- og Alþjóðaknattspyrnusambandið bönnuðum rússneskum liðum að taka þátt í alþjóðlegum keppnum.

Alþjóðaíþróttadómstólinn var búinn að úrskurða að UEFA var heimilt að vísa rússneskum liðum úr keppni og synja beiðni rússneska knattspyrnusambandsins um frestun refsinga á meðan málsmeðferð stæði yfir.