Forseti Rússlands, Vladimír Pútín og emírinn í Katar, Sheikh Tamim bin Hamad Al Thani funduðu í dag þar sem það kom fram að Rússar eru að aðstoða Katar við skipulagningu mótsins.
Þegar tæpur mánuður er í opnunarleik HM í Katar stendur lokaundirbúningur yfir í olíuríkinu Katar í Mið-Austurlöndunum.
„Rússland hefur reynst skipulagsnefnd HM 2022 í Katar vel,“ kom fram í ávarpi emírsins og tók Pútín í sama streng. „Ég óska Katar góðs gengis með HM 2022 og við erum tilbúin að veita þeim aðstoð okkar.“
HH The Amir: #Russia provides great support to #Qatar regarding the organizing committee of the #WorldCup Qatar 2022 , and coordination will continue , and we thank Russia for that.#QNA pic.twitter.com/DmFbanBOqp
— Qatar News Agency (@QNAEnglish) October 13, 2022
Russian President: Relations between #Russia and #Qatar are developing. We do everything in terms of sharing our experience in the preparations for the #World_Cup. I want to wish Qatar success in the organization of this major event. I am sure that it will be a success. #QNA pic.twitter.com/0WEhAJyJwP
— Qatar News Agency (@QNAEnglish) October 13, 2022
Rússar verða ekki meðal þátttökuþjóða enda í banni frá keppni á vegum Alþjóða- og evrópska knattspyrnusambandsins eftir að innrásin í Úkraínu hófst.
Pútín og Al Thani sátu fund í dag en þeir eru viðstaddir ráðstefnu Asíuríkja til að efla samskipti (e. Conference on Interaction and Confidence-Building Measures in Asia) í Astana í Kasakstan í dag.