Knattspyrnudeild KR og Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs félagsins í knattspyrnu, hafa skrifað undir nýjan samning sem tryggir KR starfskrafta Rúnars næstu þrjú keppnistímabil.

Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu KR. Rúnar sem hefur stýrt liðinu á tveimur skeiðum annars vegar frá 2010 til 2014 og svo aftur frá árinu 2017 til dagsins í dag hefur stýrt liðinu til sigurs á Íslandsmótinu þrisvar sinnum eða árin 2011,2013 og 2019.

Þá hafa KR-ingar orðið bikarmeistarar jafn oft undir hans stjórn, það er árin 2011, 2012 og 2014.

KR sem situr í sjötta sæti Íslandsmótsins eins og sakir standa með 24 stig eftir að hafa spilað 15 leiki sækja Víking heim í Fossvoginn í leik liðanna á mótinu í kvöld.