Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.

Rúnar Páll hefur stýrt Stjörnuliðinu síðan haustið 2013 en á fyrsta ári hans við stjórnvölinn gerði hann liðið að Íslandsmeisturum og sumarið 2018 varð liðið bikarmeistari undir hans stjórn.

Stjarnan hefur aldrei endað neðar en í fjórða sæti á Íslandsmótinu á meðan Rúnar Páll hefur haldið um stjórnartaumana á liðinu en liðið hafnaði í fjórða sæti í sumar og verður ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð.

Fréttatilkynningu Stjörnunnar um nýjan samning Rúnars Páls má lesa hér að neðan:

Rún­ar Páll Sig­munds­son hef­ur skrifað und­ir 2 ára áfram­hald­andi samn­ing við Stjörn­una.

Rún­ar þarf ekki að kynna fyr­ir Garðbæ­ing­um enda var hann ráðinn aðstoðarþjálf­ari mfl. karla fyr­ir tíma­bilið 2013 þegar liðið tryggði sér Evr­óp­u­sæti í fyrsta skipti. Hann tók síðan við aðalþjálf­ara­starf­inu árið 2014 og hef­ur átt mik­illi vel­gengni að fagna. Liðið hef­ur fest sig í sessi sem eitt af allra sterk­ustu fé­lög­um lands­ins en und­ir hans stjórn hef­ur Stjarn­an aldrei endað neðar en í 4 sæti úr­vals­deild­ar­inn­ar

Ljóst að framund­an er mik­il vinna hjá Rún­ari og liðinu að end­ur­heimta sæti sitt í Evr­ópu ásamt því að byggja enn frek­ar upp öfl­ug­an leik­manna­hóp með sterka liðsheild til framtíðar. Mikið af ung­um leik­mönn­um hafa verið að stíga sín fyrstu spor með liðinu og ljóst að Stjarn­an mun eft­ir sem áður leggja áherslu á að veita ung­um leik­mönn­um verðskulduð tæki­færi.

Það er því óhætt að segja að það séu spenn­andi tím­ar framund­an í Garðabæn­um!