Knattspyrnuþjálfarinn Rúnar Páll Sigmundsson hefur samið við Fylki um að taka við þjálfun meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá félaginu.

Rúnar Páll, sem tekur við starfinu af Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Stígssyni, stýrði síðast liði Stjörnunnar með góðum árangri frá 2013-2021 en undir hans stjórn varð liðið Íslandsmeistari 2014 og bikarmeistari 2018.

Hans býður nú það verðuga verkefni að leiða lið Fylkis í síðustu leikjum sumarsins til áframhaldandi setu í Pepsi Max deildinni.

Fylkir situr nú í næstneðsta sæti deildarinnar með 16 stig en liðið fékk 7-0 skell gegn Blikum í síðustu umferð. Fyrsti leikur Rúnars Páls við stjórnvölinn er gegn KA 11. september næstkomandi.