Ríkjandi meistarar í knattspyrnu karla í Kasakstan FC Astana tilkynntu í morgunsárið að félagið hefði samið við íslenska landsliðsmanninn Rúnar Má Sigurjónsson.

Rúnar Már hafði ákveðið það að yfirgefa herbúðir svissneska liðsins Grasshopper eftir að síðasta keppnistímabili lauk og nú er ljóst hver næsti áfangastaður verður á ferli hans.

FC Astana sem hefur kasakskur meistari síðustu fimm leiktíðir trónir á toppi kasöksku deildarinnar eins og sakir standa með 35 stig eftir 16 umferðir.

Þetta verður fjórða erlenda félagið sem Rúnar Már leikur með en auk Grasshopper hefur hann leik með sænska liðinu Sundsvall og svissneska liðinu St. Gallen á ferli sínum. Þá hefur hann leikið 22 leiki fyrir íslenska landsliðið.