Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði mark Ast­ana þegar liðið laut í lægri haldi, 2-1, fyrir Kaspyi Aktau í kasöksku efstu deildinni í dag.

Rún­ar Már hefur þar af leiðandi skorað sex mörk í deildinni á yfirstandandi keppnistímabili en hann er næst markahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Brasilíumanninum Joao Pau­lo sem leikur fyrir Or­da­ba­sy.

Skagfirðingurinn missti af síðustu leikjum íslenska landsliðsins vegna meiðsla en hann verður að öllum líkindum í hópnum fyrir komandi verkefni liðsins sem kynntur verður í hádeginu á morgun.

Ast­ana hefur 21 stig eftir 11 umferðir og er í öðru sæti deildarinnar fimm stigum á eftir Kairat Almaty sem trónir á toppi deildarinnar.