Fótbolti

Rúnar lagði upp tvö sem tryggðu fyrsta stigið

Rúnar Már Sigurjónsson lagði upp bæði mörk Grasshopper sem nældi í sitt fyrsta stig með því að gera 2-2-jafntefli gegn Lugano í fjórðu umferð svissnesku efstu deildarinnar í knattspyrnu karla í dag.

Rúnar Már Sigurjónsson reyndist liði sínu afar vel í dag. Fréttablaðið/Getty

Miðvallarleikmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson átti stoðsendingarnar í báðum mörkum Grasshopper þegar liðið gerði 2-2-jafntefli gegn Lugano í fjórðu umferð svissnesku efstu deildarinnar í knattpspyrnu karla í dag. 

Grasshopper sem hefur farið illa af stað í deildinni á yfirstandandi leiktíð lenti tveimur mörkum undir í leiknum, en náði að næla í sitt fyrsta stig í deildinni á leiktíðinni með góðri endurkomu. 

Rúnar Már lagði annars vegar upp mark fyrir Nathan þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leiknum og hins vegar fyrir Alexander Cvetkovic í uppbótartíma leiksins. 

Stigið dugir ekki til þess að hífa Grasshopper upp af botni deildarinnar, en þar situr liðið og er tveimur stigum á eftir Luzern sem er í sætinu fyrir ofan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Rúnar Alex og félagar eru með fullt hús stiga

Fótbolti

Glódís Perla skoraði í stórsigri

Fótbolti

Mark Svövu Rósar dugði skammt

Auglýsing

Nýjast

Haukur valinn bestur á EM

Kennie tryggði KR sigur gegn KA

Brighton lagði Man.Utd að velli

Íslenska liðið varð að sætta sig við silfur

Agüero kominn upp að hlið Fowler

Öll þrjú synda til úrslita síðdegis

Auglýsing