Fótbolti

Rúnar lagði upp tvö sem tryggðu fyrsta stigið

Rúnar Már Sigurjónsson lagði upp bæði mörk Grasshopper sem nældi í sitt fyrsta stig með því að gera 2-2-jafntefli gegn Lugano í fjórðu umferð svissnesku efstu deildarinnar í knattspyrnu karla í dag.

Rúnar Már Sigurjónsson reyndist liði sínu afar vel í dag. Fréttablaðið/Getty

Miðvallarleikmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson átti stoðsendingarnar í báðum mörkum Grasshopper þegar liðið gerði 2-2-jafntefli gegn Lugano í fjórðu umferð svissnesku efstu deildarinnar í knattpspyrnu karla í dag. 

Grasshopper sem hefur farið illa af stað í deildinni á yfirstandandi leiktíð lenti tveimur mörkum undir í leiknum, en náði að næla í sitt fyrsta stig í deildinni á leiktíðinni með góðri endurkomu. 

Rúnar Már lagði annars vegar upp mark fyrir Nathan þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leiknum og hins vegar fyrir Alexander Cvetkovic í uppbótartíma leiksins. 

Stigið dugir ekki til þess að hífa Grasshopper upp af botni deildarinnar, en þar situr liðið og er tveimur stigum á eftir Luzern sem er í sætinu fyrir ofan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Jón Dagur sá rautt

Fótbolti

Nani að semja við lið í MLS

Fótbolti

Juventus unnið 21 af 24 leikjum

Auglýsing

Nýjast

Stjarnan sigursælust

Börsungar nánast öruggir með toppsætið

Sárt tap í bikarúrslitum

Frábær seinni hálfleikur Swansea

Úlfarnir í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í 16 ár

„Vorum að vinna frábært lið í dag“

Auglýsing