Fótbolti

Rúnar Alex verðlaunaður fyrir frammistöðu sína

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hlaut náð fyrir augum dómnefndar opinberrar vefsíðu dönsku úrvalsdeildarinnar sem sér um að velja lið vikunnar í deildinni.

Rúnar Alex í leik með Nordsjælland fyrr í vetur. Fréttablaðið/Getty

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hlaut náð fyrir augum dómnefndar opinberrar vefsíðu dönsku úrvalsdeildarinnar sem sér um að velja lið vikunnar í deildinni. 

Rúnar Alex átti góðan leik í marki Nordsjælland þegar liðið lagði Horsens að velli með tveimur mörkum gegn einu á föstudagskvöldið síðastliðið. Hann kórónaði góða frammistöðu sína með því að verja vítapsyrnu í leiknum. 

Föstudagurinn var góður fyrir Rúnar Alex, en hann var valinn í leikmannahópi íslenska landsliðsins fyrir HM í Rússlandi í sumar í hádeginu og átti ríkan þátt í að tryggja Nordsjælland fyrrnefndan sigur um kvöldið. 

Nordsjælland er í fjórða sæti í úrslitakeppni sex efstu liða deildarkeppninnar, en liðið hefur jafn mörg stig FC Köbenhavn sem er sæti ofar sökum hagstæðari marktölu. 

Liðin sem hafna í öðru til fjórða sæti úrslitakeppninnar tryggja sér sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð, en Rúnar Alex og félagar hans hafa nú þegar tryggt sér fjórða sætið í úrslitakeppninni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Þjálfari Slóveníu rekinn fyrir að gagnrýna Oblak

Fótbolti

Mbappe vonast til að fara á Ólympíu­leikana árið 2020

Fótbolti

Rubin Kazan bannað frá Evrópukeppnum

Auglýsing

Nýjast

Keflvíkingar niðurlægðu granna sína

Tindastóll og Njarðvík áfram með fullt hús

Öll íslensku liðin komin í úrslit

Fram ræður þjálfara

Frumraun LeBron með Lakers í nótt

Leikstjórnandi ÍR frá næstu vikurnar

Auglýsing