Íslenski landsliðsmarkvörðurinn í knattspyrnu, Rúnar Alex Rúnarsson hefur skrifað undir lánssamning við tyrkneska félagið Alanyaspor og mun spila þar út tímabilið. Frá þessu greinir félagsskipta sérfræðingurinn Fabrizio Romano í færslu á Twitter.

Rúnar Alex er ekki í plönum Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal á tímabilinu og því hefur verið talið best að hann öðlist meiri reynslu frá félaginu. Rúnar var á láni hjá belgíska úrvalsdeildarfélaginu OH Leuven á síðasta tímabili.